ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

SÍP

 

Velkomin á heimasíðu Sambands íslenskra prófunarstofa, SÍP. Hér er að finna fréttir af helstu viðburðum sambandsins, tilkynningar frá stjórn og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta gagnast aðilum SÍP.

Markmið SÍP eru eftirfarandi:

 

  1. Að gæta hagsmuna prófunarstofa og vera skipulagður samskiptavettvangur milli prófunarstofa og annarra aðila sem prófunarstarfsemi varðar.
  2. Að stuðla að tæknilegu samstarfi milli prófunarstofa og annarra hlutaðeigandi stofnana til þess að flýta þróun og samræmingu prófunaraðferða og samræmdri notkun þeirra.
  3. Að stuðla að gagnkvæmri viðurkenningu prófunarniðurstaðna með því að byggja upp traust milli aðila og stuðla að almennri notkun staðla og gæðakerfa innan starfsgreinarinnar auk vottunar og faggildingar þar sem slíkt á við.
  4. Að stuðla að eflingu prófunarstarfsemi hér á landi til gagns fyrir íslenskt samfélag, m.a. með yfirfærslu upplýsinga frá evrópskum prófunarstofum og samtökum þeirra.
  5. Að vinna að bættri menntun innan starfsgreinarinnar.

Íslenskar prófunarstofur sem annast prófanir eða mælingar geta orðið aðilar að sambandinu.

SÍP er aðili að EUROLAB og EURACHEM

Tenglar