ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

08.01.2025 15:22

Námskeið í áhættumati 22. janúar 2025

Góðan dag

Samtök íslenskra prófunarstofa (SÍP) standa fyrir áhugaverðu námskeiði í áhættumati þann 22. janúar milli 9:00 og 12:00. 

Ólafur Róbert Rafnsson, sérfræðingur í áhættustjórnun og upplýsingaröryggi, mun fara í gegnum eftirfarandi atriði á þessu stutta námskeiði:

  • Helstu staðlar og þróun þeirra
  • Skipulag og stjórnun, hlutverk og ábyrgð (e. Risk Governance)
  • Markmið með áhættumati
  • Aðferðir við framkvæmd áhættumats
  • Innra eftirlit, framkvæmd og stýring
  • Frammistöðumat og áhættuvísar
  • Skýrslugjöf um áhættu

Hægt verður að sækja námskeiðið annað hvort í gegnum Teams eða með því að mæta í fundarsal hjá Cowi, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

Skráning fer fram hér Námskeið í áhættumati 22.01.2025 - Google Sheets  og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig fyrir miðvikudaginn 15. janúar. Athugið að innheimt verður 3500 kr. þátttökugjald. Hægt er að skrá sig einnig í mat í mötuneyti COWI eftir námskeiðið og er fólk beðið um að merkja við ef það vill vera í mat (kostar aukalega 2500 kr).

Tenglar