ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2023 Febrúar

17.02.2023 05:59

Kynningarfundur á CCQ gæðastjórnunarlausn

 
 

Þann 15. febrúar var meðlimum SÍP boðið í Origo á góðan kynningarfund um CCQ.

CCQ er gæðastjórnunarlausn sem gerir léttara að halda utan um verkferla gæðahandbókar og ábendingar.

Við fengum góðfúslegt leyfi til þess að birta kynninguna hér á vefnum

https://intercom.help/ccq-help/en/articles/6995579-kynning-a-ccq

 

Við þökkum Mariu Hedman og samstarfsfólki hennar í Origo kærlega fyrir góða kynningu

 
 
 

07.02.2023 12:06

Kynningarfundur á CCQ

Þann 15. febrúar kl 8:45-9:30 mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Origo standa fyrir kynningarfundi á CCQ gæðastjórnunarlausn. Origo býður upp á morgunkaffi í höfuðstöðvum fyrirtækisins Borgartúni 37, Reykjavík. Starfsfólk Origo mun útskýra hvernig CCQ gæðatjórnunarlausn heldur utan um stjórnkerfi samkvæmt ISO stöðlum, persónuverndarlögum og öðrum lögum og reglum.

 

Þetta er mjög gott tækifæri til að kynnast því hvernig léttara er að halda utan um verkferla gæðahandbókar og ábendingar.

 

ATH: kynningin hefst í Borgartúni 37 kl 8:45.

Origo mun bjóða upp á morgunverð á kynningunni.

 

Vinsamlegast skráið ykkur hér svo hægt sé að áætla fjölda:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1FLouQCoYrc8Y0-m_lE7RVxVBMU5ZoCrdY5il18FT8qE/edit?usp=sharing

  • 1

Tenglar