ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2022 Mars

16.03.2022 15:29

Heimsókn á Tæknisetur

Samband íslenskra prófunarstofa þakkar kærlega fyrir góða heimsókn á Tæknisetur þann 16. mars 2022.

Tekið var vel á móti okkur af Guðbjörgu Hrönn Óskarsdóttur, framkvæmdarstjóra Tækniseturs, ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu greinum. Heimsóknin hófst á almennri kynningu á starfseminni og svo var gengið um og tæki og búnaður skoðaður.

Kynningin var vel sótt af félagsmönnum og fór nokkuð fram yfir auglýstan tíma vegna mikils áhuga og margra spurninga. 

Heimsókn á Tæknisetur
Heimsókn á Tæknisetur
Heimsókn á Tæknisetur
Heimsókn á Tæknisetur

08.03.2022 15:37

Kynningarfundur á starfsemi Tækniseturs

Þann 16.mars kl 8:30-10:00 mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Tæknisetur standa fyrir kynningarfundi á starfsemi Tækniseturs. Tæknisetur er með aðsetur að Árleyni 2-8, þar sem kynningin fer fram.

Starfsemi Tækniseturs byggir á reynslu á sviði efnistækni, lífvísinda og orkumála og reynslu sem mikilvægur samstarfsaðili í bæði innlendum og erlendum rannsóknar og þróunarverkefnum. Hagnýtar rannsóknir og þróun eru mikilvægur hluti af starfsemi Tækniseturs.

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdarstjóri Tækniseturs ehf. hefur umsjón með kynningunni.

 

Dagskrá kynningar er eftirfarandi:

  • Almenn kynning
  • Aðstaða skoðuð, gengið um og tæki og aðstaða skoðuð t.d. ramanlitrófsgreinir, röntgensneiðmyndatæki, rafeindasmásjá, hjólfarapróf, togþolstæki svo fátt eitt sé nefnt.
  • Kaffi og spjall. Kaffiveitingar eru í boði SÍP.

 

 

  • 1

Tenglar