ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

26.09.2012 08:52

Eurolab cookbooks

Ágætu meðlimir SÍP.

Vakin er athygli á mjög gagnlegum upplýsingum á vefsíðu Eurolab, http://www.eurolab.org/, meðal annars má nefna svokallaðar „Eurolab cookbooks“ sem eru stuttar lýsingar á gæðamálum prófunarstofa og ætlaðar eru til að auðvelda prófunarstofum að uppfylla ISO/IEC 17025.
Sjá:  http://www.eurolab.org/cookbooks.aspx
 

14.06.2012 18:42

Frá aðalfundi SÍP

Aðalfundur SÍP var haldinn þriðjudaginn 5. júní sl. Mæting verður að teljast góð en fulltrúar frá um 50% þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að sambandinu voru mættir.

Formaður, meðstjórnendur og skoðunarmaður reikninga voru allir endurkjörnir.

Formaður greindi frá starfsemi liðins árs og sagði frá aðalfundi EUROLAB. Á meðal þess sem kom fram í þeirri kynningu var að EUROLAB vinnur að handbók um öryggi og heilsu á rannsóknarstofum. Bókin verður aðgengileg öllum á heimasíðu EUROLAB þegar þar að kemur en reiknað er með að það verði fyrr en síðar.

Einnig kom fram að á heimasíðu EUROLAB má finna ýmiss konar gagnlegt efni, s.s. um óvissuútreikninga, handbækur o.fl. (hér).


04.06.2012 21:39

Aðalfundur 2012

Boðað hefur verið til aðalfundar SÍP árið 2012. Fundurinn verður þriðjudaginn 5. júní kl. 15 hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Keldnaholti. Hefðbundin aðalfundarstörf.

04.06.2012 21:22

Álverið í Straumsvík | Heimsókn

Árlegur fræðslufundur félagsins var haldinn 22. febrúar s.l. Að þessu sinni fjallaði fjallaði hann um prófunarstarfsemi hjá álverinu í Straumsvík.  Alcan leggur mikinn metnað í að framleiða sérhæft hágæðaál og stýringu á gæðum í samræmi við óskir viðskiptavina.

Góð þátttaka var á fundinum eða um 20 manns. Fræðst var um prófunaraðstöðu, gæðastjórnun og prófun á framleiðsluvörum fyrirtækisins.


04.06.2012 21:11

Aðalfundur 2011

Aðalfundur SÍP árið 2011 var haldinn þriðjudaginn 17. maí. Dagskráin var hefðbundin:
1. Fundargerð síðasta aðalfundar var samþykkt.
2. Flutt var skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðasta ári.
3. Reikningar félagsins voru lagðir fyrir af gjaldkera og samþykktir.
4. Ákvörðun um félagsgjald. Lagt var til að árgjald næsta árs verði óbreytt.
5. Formaður kosinn. Aðalsteinn gaf kost á sér og var einróma kjörinn.
6. Stjórnarmenn. Allir núverandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu þau Elísabet Sólbergsdóttir, Stefán Björnsson, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Heiða Pálmadóttir.
7. Skoðunarmaður reikninga María Sólbergsdóttir, óbreytt frá fyrra ári.
8. Engar lagabreytingar höfðu komið fram.
9. Engin önnur mál komu til umræðu. Næsti fundur stjórnar fyrirhugaður í lok ágúst.

04.06.2012 20:55

Heimsókn til Össurar

Þriðjudaginn 22. febrúar 2011 bauð Össur félögum í SÍP í heimsókn. Í boði var höfðinglegur morgunverður og að honum loknum var kynning á starfsemi fyrirtækisins. Endað var á skoðunarferð um höfuðstöðvarnar og aðstaða til ýmiss konar framleiðslu og prófana skoðuð en prófunaraðstaða Össurar var nýlega stækkuð. Um 20 félagsmenn mættu og mæltist heimsóknin vel fyrir.

31.08.2010 11:35

Samræmismat við prófanir og mælingar

Vakin er athygli á meðfylgjandi upplýsingum sem gætu verið áhugaverðar fyrir félagsmenn

1. Upplýsingar um námskeið sem fjallar um samræmismat við prófanir og mælingar í Evrópu " existing and future situations of Conformity Assessment in Europe"

Programme Workshop_Eurolab_20_Oct_2010.pdf


2. Grein sem ber heitið "Letter from Europe", sem mun koma út í ritinu "Metrologist" magazine.

EL_06_06_10_215 Letter_from_Europe_July_2010.pdf

14.01.2010 09:52

Fréttabréf frá EUROCHEM

Bent er á að komið er út nýtt fréttabréf frá EUROCHEM. Fréttabréfið er komið inn á heimasíðu SÍP og má nálgast hér.

16.09.2009 22:41

Námskeið fyrir rannsóknarmenn

Dagana 28. og 29. september n.k. verður haldið námskeið um starf rannsóknarmanna. Námskeiðið verður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands frá kl. 9.00 til 13.00 báða dagana.

Skráning stendur yfir.

Nánar má kynna sér uppbyggingu námskeiðsins hér:
rannsóknarmenn lýsing á námi.docx

Kostnaður er 25 þús. kr. fyrir hvern þátttakanda.

24.05.2009 10:48

Ráðstefnur framundan

Vakin er athygli á eftirfarandi ráðstefnum síðar á árinu:

Laboratory Competence 2009 - 14-17 October 2009 in Cavtat - Dubrovnik, CROATIA

CROLAB
is organizing the third international conference on Laboratory Competence. Four basic activities are planned : invited plenary lectures, round tables, poster section, exhibition of laboratory equipment. Please download the invitation and the registration form . Please send the fulfilled registration form to tajnistvo@crolab.hr


                            ...........................................................................................


14th International Metrology Congress 22 to 25 June 2009 - Paris
Measurement as the decision-making and progress element in industry and society, is the focus of the 14th International Congress of Metrology to be held in Paris (France) 22 - 25 June 2009, and organised by the Collège Français de Métrologie (CFM). This exchange will take place through oral conference sessions and poster sessions providing unique and direct contact between specialists and participants.
You can find on the
www.cfmetrologie.com site the complete programme . The industrial Round Table discussion sessions planned for this Congress will cover the following subjects : what's at stake for metrology in the health field, metrology and reduction of greenhouse effects gas emissions, metrology and industrial performance, etc... An exhibition showing technical innovation and measurement professionals is also part of the Congress with about 800 booths.
In partnership with EA, Euramet, BIPM, OIML, NPL, LNE, Eurocopter-EADS Group, Renault, Acac, BEA Metrologie, Cetiat, Cetim, IMQ, INSA Lyon, LNE and sponsored by Stork Intermes and Hexagon Metrology.

For more information : Tel.: +33 4 67 06 20 36

info@cfmetrologie.com - www.cfmetrologie.com

Tenglar