Árlegur fræðslufundur félagsins var haldinn 22. febrúar s.l. Að þessu sinni fjallaði fjallaði hann um prófunarstarfsemi hjá álverinu í Straumsvík. Alcan leggur mikinn metnað í að framleiða sérhæft hágæðaál og stýringu á gæðum í samræmi við óskir viðskiptavina.
Góð þátttaka var á fundinum eða um 20 manns. Fræðst var um prófunaraðstöðu, gæðastjórnun og prófun á framleiðsluvörum fyrirtækisins.