ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2017 Júní

07.06.2017 16:48

Aðalfundur SÍP 2017

Aðalfundur SÍP  var haldinn miðvikudaginn 7. júní í húsnæði Mannvits hf. Það bar helst til tíðinda að ný stjórn var kjörin en formaður félagsins, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, gaf ekki lengur kost á sér. Er henni þakkað starf í þágu félagsins. 

Aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér til starfa fyrir félagið og að auki var Guðrún Eva Jóhannsdóttir kosin í stjórn. Núverandi stjórn er því skipuð eftirtöldum:

Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði
Hrólfur Sigurðsson Matís ohf, - ritari
Hallgrímur S. Hallgrímsson Frumherji hf. - gjaldkeri
Stefán Björnsson, Össur h.f. - formaður
Guðrún Eva Jóhannsdóttir, Mannvit hf.

Finna má skýrslu formanns undir flipanum "Fundargerðir og skýrslur stjórnar". Fundargerð aðalfundar verður sett þar inn þegar hún liggur fyrir. 

  • 1

Tenglar