ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2019 Maí

29.05.2019 14:23

Aðalfundur SÍP

Aðalfundur Sambands íslenskra prófunarstofa var haldinn á Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði, Haga þann 28. maí 2019

Fundargerð aðalfundar ásamt skýrslu stjórnar má finna undir flipanum Fundargerðir og skýrslur stjórnar hér hægra megin

Stjórn félagsins er óbreytt frá síðasta ári

Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði  -  formaður
Hrólfur Sigurðsson Matís ohf, - ritari
Hallgrímur S. Hallgrímsson Frumherji hf. - gjaldkeri
Elín Ásgeirsdóttir, Malbikunarstöðin Höfði hf.
Guðrún Eva Jóhannsdóttir, Mannvit hf.

27.05.2019 09:44

Námskeið um innleiðingu ISO/ICE 17025:2017 haldið af Eurolab 12-14 júní 2019 í Brussel. Skráningu líkur 31. maí.

http://www.eurolab.org/newsarticle.aspx?NewsId=267

 

Linkur á handbók Eurolab um ISO IEC EUROLAB Handbook ISO IEC 17025 2017 (1).pdf

13.05.2019 14:14

Aðalfundur SÍP

Ágætu félagar!

Hér með er boðað til aðalfundar SÍP þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Haga, Hofsvallagötu 53 suðurendi, Reykjavík.

 

DAGSKRÁ

  1. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
  2. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
  3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  4. Félagsgjöld ákveðin.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Formaður kosinn.
  7. Skoðunarmaður reikninga kosinn.
  8. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram um lagabreytingar).
  9. Önnur mál.

 

Með ósk um góða þátttöku allra félaga.

Stjórn SÍP

  • 1

Tenglar