Aðalfundur SÍP var haldinn þriðjudaginn 5. júní sl. Mæting verður að teljast góð en fulltrúar frá um 50% þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að sambandinu voru mættir.
Formaður, meðstjórnendur og skoðunarmaður reikninga voru allir endurkjörnir.
Formaður greindi frá starfsemi liðins árs og sagði frá aðalfundi EUROLAB. Á meðal þess sem kom fram í þeirri kynningu var að EUROLAB vinnur að handbók um öryggi og heilsu á rannsóknarstofum. Bókin verður aðgengileg öllum á heimasíðu EUROLAB þegar þar að kemur en reiknað er með að það verði fyrr en síðar.
Einnig kom fram að á heimasíðu EUROLAB má finna ýmiss konar gagnlegt efni, s.s. um óvissuútreikninga, handbækur o.fl. (
hér).