Aðalfundur SÍP var haldinn miðvikudaginn 1. júní hjá NMÍ. Það bar helst til tíðinda að ný stjórn var kjörin en formaður félagsins til margra ára, Aðalsteinn Arnbjörnsson, gaf ekki lengur kost á sér. Er honum þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér til starfa fyrir félagið og að auki var Elísabet Jóna Sólbergsdóttir kosin í stjórn að nýju en hún hefur margra ára reynslu af stjórnarsetu í félaginu. Núverandi stjórn er því skipuð eftirtöldum:
Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði
Hrólfur Sigurðsson Matís ohf, - ritari
Jón Viðar Óskarsson Frumherji hf. - gjaldkeri
Stefán Björnsson, Össur h.f.
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit hf. - formaður
Til viðbótar við hefðbundin aðalfundarstörf sagði Elísabet Jóna frá haustfundi Eurachem en hún sótti fundinn fyrir hönd félagsins, sjá glærur undir flipanum "Fundargerðir og skýrslur stjórnar". Þar má einnig finna skýrslu formanns og fundargerð aðalfundar verður sett þar inn þegar hún liggur fyrir.
Skýrsla formanns.
Glærur um haustfund Eurachem.