ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

07.01.2020 12:46

Annað námskeið í ÍST EN ISO/IEC 17025:2017

Vegna eftirspurnar höfum við bætt við öðru námskeiði.

Dagana 14 - 15 janúar n.k. mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Jensen ráðgjöf halda námskeið um nýjustu útgáfu ÍST EN ISO/IEC 17025:2017: Almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti beitt kröfum staðalsins til þess að koma á, innleiða, viðhalda og gera umbætur á stjórnunarkerfi fyrir prófunar- og kvörðunarstofur

Meðal dagskrárliða námskeiðsins eru

  • Farið almennt yfir ISO/IEC 17025
  • Meginbreytingar í 2017 útgáfu
  • Skilgreiningar
  • Kröfur staðalsins
  • Spurningar og verkefni
  • Umræður og samantekt

 

Námskeiðið eru tveir hálfir dagar:

14. janúar 12:30 til 17:00 og 15. janúar 8:30 til 12:00.

Glærum á pdf formi er dreift með tölvupósti 36 klst á undan námskeiði.

Staðsetning námskeiðsins er í sal Staðlaráðs Íslands í Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.

Verð fyrir félagsmenn er 38.000 kr en 68.000 kr fyrir utanfélagsmenn, innifalið er kaffi og meðlæti.

Skráning á námskeiðið fer fram í tölvupósti á betajona@hi.is og skráningarfrestur er til 10. janúar Athugið að einungis takmarkaður fjöldi kemst að.

Tenglar