Heimsókn í Marel
Samband íslenskra prófunarstofa þakkar kærlega fyrir góða heimsókn í Marel þann 30. nóvember 2022.
Tekið var vel á móti okkur af Sveini Kjarval, viðburðarstjóra Marels og Ólafi Hansen gæðastjóra.
Sveinn kynnti Marel og Ólafur gæðamál þess en þar er lögð áhersla á að lágmarka sóun en ekki einblínt á staðla.
Brynjar Ingi Óðinsson sagði frá bestun á framleiðsluferli með „lean“ nálgun sem
skilaði árangri langt umfram settum markmiðum. Að fyrirspurnum loknum var boðið upp á að horfa yfir framleiðslusalina.
Kynningin var mjög vel sótt af félagsmönnum og fór nokkuð fram yfir auglýstan tíma vegna mikils áhuga og margra spurninga.