ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

22.01.2025 14:10

Námskeið SÍP í áhættumati

Námskeið í áhættumati fór fram á vegum SÍP þann 22. janúar 2025.

Kennari námskeiðsins var Ólafur R. Rafnsson, formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands og ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi hjá Skjöld Ráðgjöf.

Efni námskeiðsins var mjög áhugavert og snertir alla þá sem vinna í stöðluðu umhverfi en meðal þess sem farið var yfir m.t.t. áhættumats var skipulag, stýring, lykilhugtök, ábyrgð, markmið og aðferðir svo fátt eitt sé nefnt 

Um 15 manns sóttu námskeiðið, bæði í fundarsal og í gegnum Teams og spunnust nokkrar umræður eftir fyrirlesturinn þar sem Ólafur svaraði spurningum úr sal.

SÍP innheimti einungis 3500 kr skráningargjald og niðurgreiddi því að verulegu leiti námskeiðisgjald til félagsmanna.

 

 

Tenglar