ICELAB SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa |
|||||||||||||||||||||
26.05.2023 09:11Sjálfbærar rannsóknarstofurMy Green Lab í samstarfi við Eurolab standa fyrir vefráðstefnu 8. júní 2023 um aukna sjálfbærni rannsóknarstofa. Við hvetjum alla áhugasama félaga til þess að taka þátt. Skrifað af GEJ 26.05.2023 09:04Fyrirlestrar um örplastEurolab stóð fyrir vefráðstefnu um örplast: “MICROPLASTICS: regulations, standards and the role of laboratories” í febrúar 2023 Ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar stóðu til boða og má nálgast þá hér EUROLAB webinar on microplastics
Skrifað af GEJ 17.05.2023 08:59Aðalfundur SÍPAðalfundur SÍP verður haldinn miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Rannsóknarstofu Mannvits, Víkurhvarfi 8, 203 Kópavogi.
DAGSKRÁ
Vinsamlegast tilkynnið Elísabetu þátttöku á betajona@hi.is eigi síðar en 5. júní. Hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt gegnum Microsoft Teams og þeir sem þess óska fá sent Teams fundarboð.
Með ósk um góða þátttöku allra félaga. Stjórn SÍP Skrifað af GEJ 17.02.2023 05:59Kynningarfundur á CCQ gæðastjórnunarlausnÞann 15. febrúar var meðlimum SÍP boðið í Origo á góðan kynningarfund um CCQ. CCQ er gæðastjórnunarlausn sem gerir léttara að halda utan um verkferla gæðahandbókar og ábendingar. Við fengum góðfúslegt leyfi til þess að birta kynninguna hér á vefnum https://intercom.help/ccq-help/en/articles/6995579-kynning-a-ccq
Við þökkum Mariu Hedman og samstarfsfólki hennar í Origo kærlega fyrir góða kynningu Skrifað af GEJ 07.02.2023 12:06Kynningarfundur á CCQÞann 15. febrúar kl 8:45-9:30 mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Origo standa fyrir kynningarfundi á CCQ gæðastjórnunarlausn. Origo býður upp á morgunkaffi í höfuðstöðvum fyrirtækisins Borgartúni 37, Reykjavík. Starfsfólk Origo mun útskýra hvernig CCQ gæðatjórnunarlausn heldur utan um stjórnkerfi samkvæmt ISO stöðlum, persónuverndarlögum og öðrum lögum og reglum.
Þetta er mjög gott tækifæri til að kynnast því hvernig léttara er að halda utan um verkferla gæðahandbókar og ábendingar.
ATH: kynningin hefst í Borgartúni 37 kl 8:45. Origo mun bjóða upp á morgunverð á kynningunni.
Vinsamlegast skráið ykkur hér svo hægt sé að áætla fjölda: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1FLouQCoYrc8Y0-m_lE7RVxVBMU5ZoCrdY5il18FT8qE/edit?usp=sharing Skrifað af GEJ 30.11.2022 15:00Heimsókn í MarelHeimsókn í MarelSamband íslenskra prófunarstofa þakkar kærlega fyrir góða heimsókn í Marel þann 30. nóvember 2022. Tekið var vel á móti okkur af Sveini Kjarval, viðburðarstjóra Marels og Ólafi Hansen gæðastjóra. Sveinn kynnti Marel og Ólafur gæðamál þess en þar er lögð áhersla á að lágmarka sóun en ekki einblínt á staðla. Brynjar Ingi Óðinsson sagði frá bestun á framleiðsluferli með „lean“ nálgun sem skilaði árangri langt umfram settum markmiðum. Að fyrirspurnum loknum var boðið upp á að horfa yfir framleiðslusalina.
Kynningin var mjög vel sótt af félagsmönnum og fór nokkuð fram yfir auglýstan tíma vegna mikils áhuga og margra spurninga.
Skrifað af GEJ 22.08.2022 10:51Vinnustofa í mælifræði loftlagsaðgerða á vegum BIPM og WMO með aðkomu EurolabSÍP vill vekja athygli félagsmanna á vinnustofu í mælifræði loftlagsaðgerða
BIPM-WMO Metrology for Climate Action Workshop.
The workshop will take place online from 26 to 30 September 2022, hosted by the Bureau International des Poids et Mesures (BIPM) and the World Meteorological Organization, in collaboration with EURAMET - The European Association of National Metrology Institutes.
Registration is free of charge, and it is open to experts and stakeholders active in the fields of climate science, observations, greenhouse gas (GHG) mitigation and measurement, modelling and measurement science willing to contribute to the development of recommendations on key technical challenge areas for metrology in these fields.
The week-long online event will examine progress and future requirements for metrologists to support climate change science, and identify gaps in provision and barriers to effective mitigation of climate change and impacts.
The output of the workshop will be a set of recommendations on key technical challenge areas for metrology over the next decade.
Further details, programme and registration are available on the workshop website.
Skrifað af GEJ 11.08.2022 14:11Tvö námskeið hjá Skilvirk RáðgjöfVakin er athygli á tveimur námskeiðum sem Skilvirk Ráðgjöf býður upp á Gæðastjórnunarstaðallinn ISO 9001:2015 Þann 28. september nk. verðum við með námskeið um gæðastjórnunarstaðalinn ISO 9001:2015 þar sem staðallinn verður kynntur, kröfur hans, innleiðingarferli og ýmsar hagnýtar upplýsingar. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningarform er að finna hér: Námskeið - ISO 9001 | Skilvirk
Innri úttektir Dagana 12. og 13. október nk. verðum við með námskeið um innri úttektir í samræmi við staðalinn ISO 9001:2015. Þetta er yfirgripsmikið námskeið sem fjallar um undirbúning, framkvæmd, lok og eftirfylgni innri úttekta í samræmi við staðalinn ISO 19011 Leiðbeiningar um innri úttektir stjórnunarkerfa. Frekari upplýsingar um um námskeiðið og skráningarform er að finna hér: Námskeið - Innri úttektir | Skilvirk 11.08.2022 14:00Námskeið Eurachem um mælióvissuVakin er athygli á fríu vefnámskeiði sem Eurachem býður upp á um mælióvissu. https://www.eurachem.org/index.php/events/workshops/433-wks-muihv-22 08.08.2022 17:10Aðalfundur SÍPAðalfundur SÍP verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2022 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Mannvits, Víkurhvarfi 8, 203 Kópavogi.
DAGSKRÁ
Vinsamlegast tilkynnið Elísabetu þátttöku á betajona@hi.is eigi síðar en 22. ágúst. Hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt gegnum Microsoft Teams og þeir sem þess óska fá sent Teams fundarboð.
Með ósk um góða þátttöku allra félaga. Stjórn SÍP 05.08.2022 10:28Aðalfundur SÍPAðalfundur SÍP verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst. Staðsetning auglýst síðar en fundurinn verður einnig á Teams. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í mótun félagsstarfsins. 16.03.2022 15:29Heimsókn á TækniseturSamband íslenskra prófunarstofa þakkar kærlega fyrir góða heimsókn á Tæknisetur þann 16. mars 2022. Tekið var vel á móti okkur af Guðbjörgu Hrönn Óskarsdóttur, framkvæmdarstjóra Tækniseturs, ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu greinum. Heimsóknin hófst á almennri kynningu á starfseminni og svo var gengið um og tæki og búnaður skoðaður. Kynningin var vel sótt af félagsmönnum og fór nokkuð fram yfir auglýstan tíma vegna mikils áhuga og margra spurninga.
08.03.2022 15:37Kynningarfundur á starfsemi TæknisetursÞann 16.mars kl 8:30-10:00 mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Tæknisetur standa fyrir kynningarfundi á starfsemi Tækniseturs. Tæknisetur er með aðsetur að Árleyni 2-8, þar sem kynningin fer fram. Starfsemi Tækniseturs byggir á reynslu á sviði efnistækni, lífvísinda og orkumála og reynslu sem mikilvægur samstarfsaðili í bæði innlendum og erlendum rannsóknar og þróunarverkefnum. Hagnýtar rannsóknir og þróun eru mikilvægur hluti af starfsemi Tækniseturs. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdarstjóri Tækniseturs ehf. hefur umsjón með kynningunni.
Dagskrá kynningar er eftirfarandi:
01.10.2021 08:27Aðalfundur SÍPAðalfundur SÍP var haldinn 28. september 2021 í húsnæði Frumherja, Kletthálsi 1A og í fjarfundarkerfi. Fundargerð aðalfundar ásamt skýrslu stjórnar má finna undir flipanum Fundargerðir og skýrslur stjórnar hér hægra megin Ný stjórn var kjörin, Halla Halldórsdóttir kemur ný inn og Hrólfur Sigurðsson hættir. Stjórnin þakkar Hrólfi fyrir gott starf í þágu félagsins. Elísabet Sólbergsdóttir gaf áfram kost á sér sem formaður og var kosin með öllum atkvæðum Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði - formaður Skrifað af GEJ 09.09.2021 16:47Vinnustofa um mælióvissu á vegum EurachemEurachem heldur vinnustofu um mælióvissu 19-22. janúar 2022 https://www.eurachem.org/index.php/events/workshops/394-wks-aqa2022 Þeir sem hafa áhuga er bent á að forskrá sig á síðu Eurachem
Skrifað af GEJ |
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is