ICELAB SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa |
||
Færslur: 2012 Júní14.06.2012 18:42Frá aðalfundi SÍPAðalfundur SÍP var haldinn þriðjudaginn 5. júní sl. Mæting verður að teljast góð en fulltrúar frá um 50% þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að sambandinu voru mættir. Formaður, meðstjórnendur og skoðunarmaður reikninga voru allir endurkjörnir. Formaður greindi frá starfsemi liðins árs og sagði frá aðalfundi EUROLAB. Á meðal þess sem kom fram í þeirri kynningu var að EUROLAB vinnur að handbók um öryggi og heilsu á rannsóknarstofum. Bókin verður aðgengileg öllum á heimasíðu EUROLAB þegar þar að kemur en reiknað er með að það verði fyrr en síðar. Einnig kom fram að á heimasíðu EUROLAB má finna ýmiss konar gagnlegt efni, s.s. um óvissuútreikninga, handbækur o.fl. (hér). Skrifað af þh 04.06.2012 21:39Aðalfundur 2012Boðað hefur verið til aðalfundar SÍP árið 2012. Fundurinn verður þriðjudaginn 5. júní kl. 15 hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Keldnaholti. Hefðbundin aðalfundarstörf. Skrifað af þh 04.06.2012 21:22Álverið í Straumsvík | HeimsóknÁrlegur fræðslufundur félagsins var haldinn 22. febrúar s.l. Að þessu sinni fjallaði fjallaði hann um prófunarstarfsemi hjá álverinu í Straumsvík. Alcan leggur mikinn metnað í að framleiða sérhæft hágæðaál og stýringu á gæðum í samræmi við óskir viðskiptavina. Góð þátttaka var á fundinum eða um 20 manns. Fræðst var um prófunaraðstöðu, gæðastjórnun og prófun á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Skrifað af þh 04.06.2012 21:11Aðalfundur 2011Aðalfundur SÍP árið 2011 var haldinn þriðjudaginn 17. maí. Dagskráin var hefðbundin: 1. Fundargerð síðasta aðalfundar var samþykkt. 2. Flutt var skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðasta ári. 3. Reikningar félagsins voru lagðir fyrir af gjaldkera og samþykktir. 4. Ákvörðun um félagsgjald. Lagt var til að árgjald næsta árs verði óbreytt. 5. Formaður kosinn. Aðalsteinn gaf kost á sér og var einróma kjörinn. 6. Stjórnarmenn. Allir núverandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu þau Elísabet Sólbergsdóttir, Stefán Björnsson, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Heiða Pálmadóttir. 7. Skoðunarmaður reikninga María Sólbergsdóttir, óbreytt frá fyrra ári. 8. Engar lagabreytingar höfðu komið fram. 9. Engin önnur mál komu til umræðu. Næsti fundur stjórnar fyrirhugaður í lok ágúst. 04.06.2012 20:55Heimsókn til ÖssurarÞriðjudaginn 22. febrúar 2011 bauð Össur félögum í SÍP í heimsókn. Í boði var höfðinglegur morgunverður og að honum loknum var kynning á starfsemi fyrirtækisins. Endað var á skoðunarferð um höfuðstöðvarnar og aðstaða til ýmiss konar framleiðslu og prófana skoðuð en prófunaraðstaða Össurar var nýlega stækkuð. Um 20 félagsmenn mættu og mæltist heimsóknin vel fyrir. Skrifað af þh
|
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is