ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2023 Maí

26.05.2023 09:11

Sjálfbærar rannsóknarstofur

My Green Lab í samstarfi við Eurolab standa fyrir vefráðstefnu 8. júní 2023 um aukna sjálfbærni rannsóknarstofa.

My Green Lab Summit 2023

Við hvetjum alla áhugasama félaga til þess að taka þátt.

26.05.2023 09:04

Fyrirlestrar um örplast

Eurolab stóð fyrir vefráðstefnu um örplast: “MICROPLASTICS: regulations, standards and the role of laboratories” í febrúar 2023

Ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar stóðu til boða og má nálgast þá hér EUROLAB webinar on microplastics

 

17.05.2023 08:59

Aðalfundur SÍP

Ágætu félagar!

Aðalfundur  SÍP verður haldinn miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 15.00.

Fundurinn verður í húsakynnum Rannsóknarstofu Mannvits, Víkurhvarfi 8, 203 Kópavogi.

 

DAGSKRÁ

  1. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
  2. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
  3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  4. Félagsgjöld ákveðin.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Formaður kosinn.
  7. Skoðunarmaður reikninga kosinn.
  8. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram um lagabreytingar).
  9. Önnur mál.

Vinsamlegast tilkynnið Elísabetu þátttöku á betajona@hi.is eigi síðar en 5. júní. Hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt gegnum Microsoft Teams og þeir sem þess óska fá sent Teams fundarboð.

 

Með ósk um góða þátttöku allra félaga.

Stjórn SÍP

  • 1

Tenglar