ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

Færslur: 2025 Janúar

22.01.2025 16:07

Vinnustofa í faggildingu rannsóknar og prófunarstofa á vegum Eurachem

Góðan daginn

 

SÍP vill vekja athygli á vinnustofu í faggildingu rannsóknar og prófunarstofa sem Eurachem stendur fyrir dagana 12-13 mars 2025 í Nicosia á Kýpur.

 

Laboratory Accreditation, ISO/IEC 17025 and ISO 15189 – Experiences and challenges of implementing the revised accreditation standards

 

Nánari upplýsingar má finna hér ISO/IEC 17025 and ISO 15189 – Experiences and challenges of implementing the revised accreditation standards

 

Mörg áhugaverð erindi verða á dagskrá s.s. áhættusviðsmyndir, mælióvissa vegna sýnatöku, túlkun á mælifræðilegum rekjanleika, nákvæmni gagna og mat á óvissu, ásamt því sem farið verður yfir nýlega útgefnar greinar um tryggingu á gæðum gagna.

Kennarar eru sérfræðingar innan Eurachem og kennsla fer fram bæði í bóklegu og verklegu formi. Þátttökuskírteini verða veitt þeim sem sækja vinnustofuna að fullu.

22.01.2025 14:10

Námskeið SÍP í áhættumati

Námskeið í áhættumati fór fram á vegum SÍP þann 22. janúar 2025.

Kennari námskeiðsins var Ólafur R. Rafnsson, formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands og ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi hjá Skjöld Ráðgjöf.

Efni námskeiðsins var mjög áhugavert og snertir alla þá sem vinna í stöðluðu umhverfi en meðal þess sem farið var yfir m.t.t. áhættumats var skipulag, stýring, lykilhugtök, ábyrgð, markmið og aðferðir svo fátt eitt sé nefnt 

Um 15 manns sóttu námskeiðið, bæði í fundarsal og í gegnum Teams og spunnust nokkrar umræður eftir fyrirlesturinn þar sem Ólafur svaraði spurningum úr sal.

SÍP innheimti einungis 3500 kr skráningargjald og niðurgreiddi því að verulegu leiti námskeiðisgjald til félagsmanna.

 

 

08.01.2025 15:22

Námskeið í áhættumati 22. janúar 2025

Góðan dag

Samtök íslenskra prófunarstofa (SÍP) standa fyrir áhugaverðu námskeiði í áhættumati þann 22. janúar milli 9:00 og 12:00. 

Ólafur Róbert Rafnsson, sérfræðingur í áhættustjórnun og upplýsingaröryggi, mun fara í gegnum eftirfarandi atriði á þessu stutta námskeiði:

  • Helstu staðlar og þróun þeirra
  • Skipulag og stjórnun, hlutverk og ábyrgð (e. Risk Governance)
  • Markmið með áhættumati
  • Aðferðir við framkvæmd áhættumats
  • Innra eftirlit, framkvæmd og stýring
  • Frammistöðumat og áhættuvísar
  • Skýrslugjöf um áhættu

Hægt verður að sækja námskeiðið annað hvort í gegnum Teams eða með því að mæta í fundarsal hjá Cowi, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

Skráning fer fram hér Námskeið í áhættumati 22.01.2025 - Google Sheets  og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig fyrir miðvikudaginn 15. janúar. Athugið að innheimt verður 3500 kr. þátttökugjald. Hægt er að skrá sig einnig í mat í mötuneyti COWI eftir námskeiðið og er fólk beðið um að merkja við ef það vill vera í mat (kostar aukalega 2500 kr).

  • 1

Tenglar