ICELAB SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa |
||
09.09.2021 16:42Aðalfundur 28. septemberAðalfundur SÍP verður þann 28. september næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Frumherja að Kletthálsi 1A ásamt því að vera fjarfundur. Sem fyrr hvetjum við að sjálfsögðu alla félagsmenn til þess að mæta og taka með því virkan þátt í að móta félagsstarfið. Þeir sem vilja taka þátt í fjarfundi geta haft samband við gudruneva @ mannvit.is
Með kveðju, Stjórn SÍP Skrifað af GEJ 14.04.2021 10:03Aðalfundur SÍPStjórn SÍP hefur tekið ákvörðun um að færa aðalfund fram í september vegna covid-takmarkana. Stefnt er á að halda fundinn þriðjudaginn 14. september, bæði sem hefðbundinn fund og sem fjarfund. Við hvetjum að sjálfsögðu alla félagsmenn til þess að mæta og taka með því virkan þátt í að móta félagsstarfið. Stjórn SÍP Skrifað af Guðrún Eva Jóhannsdóttir 14.04.2021 09:17Aðalfundir Eurolab og EurachemEurolab, samband prófunarstofa í Evrópu, fagnaði 30 ára starfsafmæli 2020 og heldur aðalfund þann 27. apríl 2021 á netinu https://www.eurolab.org/newsarticles/SAVE-THE-DATE%3A-EUROLAB-General-Assembly%2C-27-April-2021%2C-12%3A00h-%E2%80%93-16%3A00h---Remote-conference Eurachem mun einnig halda sinn aðalfund á netinu dagana 20-21. maí 2021 https://www.eurachem.org/index.php/events/calendar/icalrepeat.detail/2021/05/20/30/-/eurachem-general-assembly-2021 Skrifað af Guðrun Eva Jóhannsdóttir 05.10.2020 09:33SÍP kynning 2020.pdfElísabet Sólbersdóttir, formaður SÍP, kynnti félagið fyrir þátttakendum Steinsteypudagsins 2020. Kynninguna er að finna undir flipanum Fundargerðir og skýrslur stjórnar hér til hliðar. 05.10.2020 09:26Aðalfundur SÍPAðalfundur SÍP var haldinn á Rannsóknarstofu Mannvits, Víkurhvarfi 8, 203 Kópavogi og í fjarfundarkerfi Microsoft Teams, þann 30. september 2020 kl 15:00 Fundargerð aðalfundar ásamt skýrslu stjórnar má finna undir flipanum Fundargerðir og skýrslur stjórnar hér hægra megin Ný stjórn var kjörin, Guðgeir Svavarsson hjá Frumherja kemur nýr inn og Hallgrímur S. Hallgrímsson hættir. Stjórnin þakkar Hallgrími fyrir gott starf í þágu félagsins. Elísabet Sólbergsdóttir gaf áfram kost á sér sem formaður og var kosin með öllum atkvæðum Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði - formaður Skrifað af Guðrún Eva Jóhannsdóttir 04.06.2020 13:26Frestun aðalfundar SÍPStjórn SÍP hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi fram í september. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Með von um góða þáttöku í september. Stjórn SÍP
Skrifað af Guðrún Eva Jóhannsdóttir 07.01.2020 12:46Annað námskeið í ÍST EN ISO/IEC 17025:2017Vegna eftirspurnar höfum við bætt við öðru námskeiði. Dagana 14 - 15 janúar n.k. mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Jensen ráðgjöf halda námskeið um nýjustu útgáfu ÍST EN ISO/IEC 17025:2017: Almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti beitt kröfum staðalsins til þess að koma á, innleiða, viðhalda og gera umbætur á stjórnunarkerfi fyrir prófunar- og kvörðunarstofur Meðal dagskrárliða námskeiðsins eru
Námskeiðið eru tveir hálfir dagar: 14. janúar 12:30 til 17:00 og 15. janúar 8:30 til 12:00. Glærum á pdf formi er dreift með tölvupósti 36 klst á undan námskeiði. Staðsetning námskeiðsins er í sal Staðlaráðs Íslands í Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík. Verð fyrir félagsmenn er 38.000 kr en 68.000 kr fyrir utanfélagsmenn, innifalið er kaffi og meðlæti. Skráning á námskeiðið fer fram í tölvupósti á betajona@hi.is og skráningarfrestur er til 10. janúar Athugið að einungis takmarkaður fjöldi kemst að. 12.09.2019 08:31ÍST EN ISO/IEC 17025:2017 Almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofaDagana 11-12. nóvember n.k. mun Samband íslenskra prófunarstofa (SÍP) í samvinnu við Jensen ráðgjöf halda námskeið um nýjustu útgáfu ÍST EN ISO/IEC 17025:2017: Almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti beitt kröfum staðalsins til þess að koma á, innleiða, viðhalda og gera umbætur á stjórnunarkerfi fyrir prófunar- og kvörðunarstofur Meðal dagskrárliða námskeiðsins eru
Námskeiðið eru tveir hálfir dagar: 11. nóvember 12:30 til 17:00 og 12. nóvember 8:30 til 12:00. Glærum á pdf formi er dreift með tölvupósti 36 klst á undan námskeiði. Staðsetning námskeiðsins er í sal Staðlaráðs Íslands í Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík. Verð fyrir félagsmenn er 38.000 kr en 68.000 kr fyrir utanfélagsmenn, innifalið er kaffi og meðlæti. Skráning á námskeiðið fer fram í tölvupósti á elina@malbik.is Athugið að einungis takmarkaður fjöldi kemst að. Skrifað af GEJ 02.09.2019 13:23Námskeið: ISO/IEC 17025:2017 - "From theory to practice"Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.ec4le.eu/
It is our great pleasure to announce the International Master Class on implementation of ISO/IEC 17025:2017 – „From theory to practice”. It will be held in Brussels from 25 to 27 of November 2019. This International Master Class will on the one hand bring together laboratory personnel who are responsible for the implementation, maintenance, improvement and operation of the laboratory management system, with experienced international trainers. They will discuss and most importantly investigate how to apply the revised international standard ISO/IEC 17025. Similar classes were organised in April 2018 in Zagreb and in December 2018, April 2019, June 2019 in Brussels, with participants from many different countries sharing and discussing their issues and experiences. The focus of this three-day event will be the practical application of the new standard. The intention is to have a very interactive course, with problem based learning. Participants will leave with knowledge and skills to get from theory into practical application and to discover the most cost effective way to adapt the standard to their organisation. They will also have an opportunity to discuss with the trainers and their peers on their very specific issues they are struggling with. We look forward to seeing you in Brussels in November 2019! Skrifað af GEJ 05.06.2019 10:38Vinnustofa hjá Eurachem um óvissuEurachem heldur vinnustofu fyrir starfsfólk faggiltra rannsóknarstofa um óvissu í mælingum Vinnustofan er haldin í BAM (Bundesanstalt für Materialforschung und -prüfung) í Berlín dagana 19-20 nóvember 2019 Sjá nánar á Eurachem hér 29.05.2019 14:23Aðalfundur SÍPAðalfundur Sambands íslenskra prófunarstofa var haldinn á Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði, Haga þann 28. maí 2019 Fundargerð aðalfundar ásamt skýrslu stjórnar má finna undir flipanum Fundargerðir og skýrslur stjórnar hér hægra megin Stjórn félagsins er óbreytt frá síðasta ári Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði - formaður Skrifað af Guðrún Eva Jóhannsdóttir 27.05.2019 09:44Námskeið um innleiðingu ISO/ICE 17025:2017 haldið af Eurolab 12-14 júní 2019 í Brussel. Skráningu líkur 31. maí. http://www.eurolab.org/newsarticle.aspx?NewsId=267
Linkur á handbók Eurolab um ISO IEC EUROLAB Handbook ISO IEC 17025 2017 (1).pdf 13.05.2019 14:14Aðalfundur SÍPÁgætu félagar! Hér með er boðað til aðalfundar SÍP þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Haga, Hofsvallagötu 53 suðurendi, Reykjavík.
DAGSKRÁ
Með ósk um góða þátttöku allra félaga. Stjórn SÍP 20.06.2018 08:28Örbæklingur frá EurachemUpplýsingabæklingur frá Eurachem um nýju útgáfu staðalsins ISO 17025 General requirements for the competence of testing and calibration laboratories en töluverðar breytingar hafa orðið á staðlinum frá fyrri útgáfu. Skrifað af GEJ 08.06.2018 14:33Aðalfundur SÍP 2018Aðalfundur SÍP var haldinn í húsakynnum Frumherja að Þarabakka 3 þann 24. maí 2018. Ný stjórn var kjörin en formaður félagsins, Stefán Jóhann Björnsson hætti í stjórn og er honum þakkað gott starf í þágu félagsins. Aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér til starfa fyrir félagið og að auki var Elín Ásgeirsdóttir kosin í stjórn. Núverandi stjórn er því skipuð eftirtöldum: Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði - formaður Finna má fundargerð aðalfundar undir flipanum "Fundargerðir og skýrslur stjórnar". Skrifað af GEJ |
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is