ICELAB

SÍP, Samband íslenskra prófunarstofa

25.04.2018 15:44

Aðalfundur SÍP 2018 - Fundarboð

SÍP

SAMBAND ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA

Fundarboð

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA

 

Ágætu félagar!

Hér með er boðað til aðalfundar SÍP fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Frumherja að Þarabakka 3, Reykjavík.

DAGSKRÁ

  1. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
  2. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
  3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  4. Félagsgjöld ákveðin.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Formaður kosinn.
  7. Skoðunarmaður reikninga kosinn.
  8. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram um lagabreytingar).
  9. Önnur mál.

Vinsamlegast tilkynnið Stefáni þátttöku á annabe@internet.is eigi síðar en 23. maí.

 

Með ósk um góða þátttöku allra félaga.

Stjórn SÍP

24.04.2018 09:16

Áhugaverðir fyrirlestrar á EUROLAB - BULLAB International Conference

EUROLAB - BULLAB International Conference var haldin 19. apríl í Varna. Hér að neðan er hlekkur á fyrirlestra: https://www.dropbox.com/sh/6kkzovs9hyn8h9u/AAAdTnMjRnbnjUaVi0E6fDsJa?dl=0

24.11.2017 09:47

Kynningarfundur Staðlaráðs

Samband íslenskra prófunarstofa SÍP stendur fyrir kynningarfundi hjá Staðlaráði Íslands http://www.stadlar.is/ þann 30. nóvember næstkomandi kl 8:30.

 

Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs mun kynna starfsemi og skyldur Staðlaráðs.

Farið verður yfir mikilvægi notkunar á stöðlum í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins.

 

Að lokum geft tækifæri til að spyrja spurninga og taka upp spjall um notkun og gildi staðla.

 

Kynningin hefst klukkan 8:30 á húsnæði Staðlaráðs á þriðju hæð við Þórunnartún 3 en er reiknað með að kynningrfundur standi til um 10.00.

 

Við hvetjum sem flesta meðlimi SÍP að mæta.

 

Vinsamlega sendið staðfestingarpóst ásamt fjölda þátttakanda á Stefán sbjornsson hjá ossur.com

 

Heitt á könnunni.

 

Kveðja

Stjórn SÍP

 

07.06.2017 16:48

Aðalfundur SÍP 2017

Aðalfundur SÍP  var haldinn miðvikudaginn 7. júní í húsnæði Mannvits hf. Það bar helst til tíðinda að ný stjórn var kjörin en formaður félagsins, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, gaf ekki lengur kost á sér. Er henni þakkað starf í þágu félagsins. 

Aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér til starfa fyrir félagið og að auki var Guðrún Eva Jóhannsdóttir kosin í stjórn. Núverandi stjórn er því skipuð eftirtöldum:

Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði
Hrólfur Sigurðsson Matís ohf, - ritari
Hallgrímur S. Hallgrímsson Frumherji hf. - gjaldkeri
Stefán Björnsson, Össur h.f. - formaður
Guðrún Eva Jóhannsdóttir, Mannvit hf.

Finna má skýrslu formanns undir flipanum "Fundargerðir og skýrslur stjórnar". Fundargerð aðalfundar verður sett þar inn þegar hún liggur fyrir. 

19.05.2017 12:09

Aðalfundur 2017 | Fundarboð

SÍP

SAMBAND ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA

Fundarboð

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA

 

Ágætu félagar!

Hér með er boðað til aðalfundar SÍP miðvikudaginn 7. júní 2017 kl. 15.00. Fundurinn verður í húsakynnum Mannvits að Urðarhvarfi 6, Kópavogi.

DAGSKRÁ

  1. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
  2. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
  3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  4. Félagsgjöld ákveðin.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Formaður kosinn.
  7. Skoðunarmaður reikninga kosinn.
  8. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram um lagabreytingar).
  9. Önnur mál.

Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á thh@mannvit.is eigi síðar en 6. júní.

 

Með ósk um góða þátttöku allra félaga.

Stjórn SÍP

http://icelab.123.is/

01.06.2016 18:14

Af aðalfundi 2016

Aðalfundur SÍP  var haldinn miðvikudaginn 1. júní hjá NMÍ. Það bar helst til tíðinda að ný stjórn var kjörin en formaður félagsins til margra ára, Aðalsteinn Arnbjörnsson, gaf ekki lengur kost á sér. Er honum þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. 

Aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér til starfa fyrir félagið og að auki var Elísabet Jóna Sólbergsdóttir kosin í stjórn að nýju en hún hefur margra ára reynslu af stjórnarsetu í félaginu. Núverandi stjórn er því skipuð eftirtöldum:

Elísabet Sólbergsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði
Hrólfur Sigurðsson Matís ohf, - ritari
Jón Viðar Óskarsson Frumherji hf. - gjaldkeri
Stefán Björnsson, Össur h.f.
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit hf. - formaður

Til viðbótar við hefðbundin aðalfundarstörf sagði Elísabet Jóna frá haustfundi Eurachem en hún sótti fundinn fyrir hönd félagsins, sjá glærur undir flipanum "Fundargerðir og skýrslur stjórnar". Þar má einnig finna skýrslu formanns og fundargerð aðalfundar verður sett þar inn þegar hún liggur fyrir. 

Skýrsla formanns.

Glærur um haustfund Eurachem.

03.12.2015 11:20

Fréttabréf Eurochem

Komið er nýtt fréttabréf frá Eurochem. 

 

Félagsmenn eru hvatti til að fara inn á heimasíðu Eurachems www.eurachem.org

Það eru leiðbeiningar sem hægt er að hlaða niður.
 

07.01.2015 11:29

Heimsókn til ACTAVIS á aðventu 2014

Þann 16. desember s.l. bauð ACTAVIS félagsmönnum SÍP í heimsókn til sín. Mætt voru um 40 manns og voru móttökur afskaplega góðar. Kynning var á starfsemi fyrirtækisins, bæði almennt og sértækt er varðar gæðamál. Að lokum voru rannsóknarstofur fyrirtækisins skoðaðar.

Mjög vel var staðið að þessari heimsókn og þakkar stjórn SÍP ACTAVIS kærlega fyrir möttökurnar!

 

29.09.2014 08:57

Gæðatengd námskeið og leiðbeiningar

04.06.2014 17:00

Aðalfundur 2014

Aðalfundur SÍP var haldinn miðvikudaginn 4. júní s.l. hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf þ.s. skýrsla stjórnar var  lögð fram sem og endurskoðaðir reikningar félagsins. Formaður og stjórn voru endurkjörin. 

Fundargerð aðalfundar og skýrslu stjórnar má finna undir flipanum fundargerðir og skýrslur stjórnar.

Tenglar